Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður meðal farið í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraustið. Einnig verður kynning á Vinnueftirlitinu og mikilvægi vinnuverndar og starfsemi Virk-starfsendurhæfingarsjóðs.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 27. apríl - 06. maí 2020
  • Tími: 09:00 - 12:00
  • Staður: Námið fer fram á vefnum.

Megináhersla er lögð á það hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti. Nemendur kynnast áhrifum skorts á sjálfstraust og ýmsar birtingamyndir þess. Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvaða aðstæður geta haft áhrif á minnkandi sjálfstraust. Kynning á Vinnueftirlitinu-skyldum atvinnurekenda í vinnuvernd og trúnaðarmanna. Kynning á Virk-starfsendurhæfingar—sjóðnum og starfi ráðgjöfum hans. Kennsla fer fram á vefnum 3 klst. í senn í gegnum Zoom forritið sem nemendur fá sendan hlekk að. Nánari upplýsingar um tilhögun námsins er á upplýsingablaði inni á „Mínar síður“ hjá nemendum.