Um námskeiðið

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða og kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga. Einnig kynnast nemendur almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðakerfinu.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 16. apríl - 17. apríl 2020
  • Tími: 09:00 - 16:00
  • Staður: Fundarsal félagsins, Garðarsbraut 26, Húsavík

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða og kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta og mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Nemendur leysa verkefni sem felst í að reikna út launagreiðslur frá grunni. Nemendur kynnast tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almannatryggingakerfið og lífeyrissjóðakerfið. Farið verður í réttindaávinnslu og samspil þessara kerfa.