Um námskeiðið

Megináhersla er lögð á hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og kjarasamningum. Farið er yfir verksvið hans á vinnustað, stöðu og rétt.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 15. október - 16. október 2019
  • Tími: 09:00 - 16:00
  • Staður: Fundarsal - Engjateigi 9

Megináhersla er lögð á hlutverk trúnaðarmannsins og störf hans á vinnustað. Hvert verksvið hans er og verkferlar við vinnslu á umkvörtunarefnum. Einnig er farið í stöðu hans á vinnustað og hjá stéttarfélaginu. Lögð er áhersla á mikilvægi trúnaðarmanna á vinnustað með tillliti til réttindagæslu launafólks. Á námskeiðinu eru verkefni lögð fyrir nemendur.