Um námskeiðið

Farið er í grunntölur launa og útreikninga á launaliðum. Farið er í mikilvægi launaseðla og kunnáttu að yfirfara þá. Á námskeiðinu er lögð áhersla á íslenska löggjöf um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 21. október - 22. október 2019
  • Tími: 10:00 - 15:45
  • Staður: Óákveðið

Megináhersla er lögð á grunntölur launaliða og launaútreikninga samkvæmt gildandi kjarasamningum, uppbyggingu launaseðla og mikilvægi þess að varðveita þá. Nemendur leysa verkefni tengdu efninu sem felst í að reikna út mánaðarlaun frá grunni ásamt frádráttarliðum. Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður. Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.