Um námskeiðið

Farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hagfræðin er notuð meðal annars við gerð kjarasamninga. Nemendur kynnast almannatryggingakerfinu og hlutverki og tilgangi lífeyrissjóðakerfisins.

Upplýsingar

  • Dagsetning: 30. september - 01. október 2020
  • Tími: 09:00 - 16:00
  • Staður: Heydalur - Mjóafirði v. Ísafjarðardjúp

Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun. Hvernig hagfræðin er notuð við gerð kjarasamninga og kostnaðarmat á þeim. Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga. Nemendur kynnast almannatryggingakerfinu og uppbyggingu og tilgang lífeyrissjóða, réttindaávinnslu og samspili þessara tveggja kerfa.