Um námskeiðið

Á námskeiðinu ganga þátttakendur í gegnum þjálfun sem gerir þeim kleift að hjálpa vinnufélögum sínum að uppgötva hæfileika sína, gildi og eiginleika, svo þeir geti orðið ánægðari í starfi og leik.

Upplýsingar

  • Dagsetning: Óákveðin
  • Staður:

Almennt launafólk með stutta skólagöngu að baki er yfirleitt í mestri hættu á að missa starf sitt vegna breytinga og þróunar á vinnumarkaði. Þá hafa möguleikar þess til framþróunar og aðlögunar að breyttum vinnumarkaði verið takmarkaðir.  Námskeiðið mun nýtast fulltrúum stéttarfélaga og fyrirtækja við að aðstoða samstarfsmenn sína við að finna sér nám og þjálfun við hæfi. Á námskeiðinu ganga þátttakendur í gegnum þjálfun sem gerir þeim kleift að hjálpa vinnufélögum sínum að uppgötva hæfileika sína, gildi og eiginleika, svo þeir geti orðið ánægðari í starfi og leik.  Ásamt því mun námið gefa innsýn í störf náms- og starfsráðgjafa sem þeir geta miðlað áfram til samstarfsmanna ef þeir vilja sækja sér frekari ráðgjöf.

Námið er hugsað fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga, millistjórnendur og fleiri.  Námslínan samanstendur af sex námskeiðum sem mynda eina heild.  Kennt er í tveimur til þremur lotum eftir því hvað hentar hverju sinni.  Nemendur vinna verkefni milli lotna og kynna þau í lokalotu.  Námið er í senn hagnýtt og fræðilegt og við kennsluna eru notuð  raundæmi og verkefni.  Skráning fer fram á heimasíðu Félagsmálaskóla alþýðu og fer fræðslan fram hjá skólanum.

Námsþættir

 

Námshvatning/ráðgjöf á vinnustað

8 kest

Samskipti

4 kest

Viðtalstækni

4 kest

Raunfærnimat – áhugasviðspróf

8 kest

Færnimappa

8 kest

Upplýsingagáttir – sjóðir - verkefnaskil

8 kest

 

 

Samtals

40 klukkustundir