Námskeið framundan

BSRB-Trúnaðarmannanám 6. hluti

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningagerðar og hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála. Einnig er farið í undirbúning framsögu á fundum og hvernig við komum máli okkar á framfæri.
Næst: 21. sep.
Nánar

Course for union reps 1. section-english

This course have been cancelled.
Næst: 23. sep.
Nánar

Sameyki-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Þetta námskeið hefur verið sameinað 1. hluta trúnaðarmannanáms hjá BSRB sem haldið verður 5. og 6. október.
Næst: 28. sep.
Nánar

Efling-Course for union representatives 1. section-english

The role of the sponsor is governed by law and collective agreements, and the way he works with the complaint is dealt with by the project. The interpretation of wage agreements, the development of employment contracts and the bases of pay slips, projects related to the material are also being considered.
Næst: 29. sep.
Nánar

Verkvest-Trúnaðarmannanám 4. hluti

Farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hagfræðin er notuð meðal annars við gerð kjarasamninga. Nemendur kynnast almannatryggingakerfinu og hlutverki og tilgangi lífeyrissjóðakerfisins.
Næst: 30. sep.
Nánar

Undirbúningsnámskeið vegna hæfismats FME (Haust 2020)

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að undirbúa stjórnarmenn í lífeyrissjóðum undir þá þætti í starfsemi lífeyrissjóðanna sem FME hefur tekið mið af í mati sínu.
Næst: 30. sep.
Nánar

Forystufræðsla: Sprengikraftur orðanna – að koma hugsun á blað

Á námskeiðinu er skoðað hvernig ná má til lesenda með textum, greinum og færslum.
Næst: 01. okt.
Nánar

BSRB-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum. Námskeiðið stendur í tvo daga og er 16 kennslustundir. Farið er í uppbyggingu vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar og starfsemi stéttarfélaga. Farið er í starf trúnaðarmannsins á vinnustað, hlutverk hans og stöðu.
Næst: 05. okt.
Nánar

Efling-Course for union representatives-section 2. -english

Students get acquainted with the structure of trade unions and their role, as well as the overall organization. Trade union and shop steward relations are discussed, and how to join members for participation. The law on labor law is covered, which is the basis of existing collective agreements. Communication in the workplace, the foundation of good communication and well-being at work are also being addressed.
Næst: 06. okt.
Nánar

Umhverfismál 101

Umhverfismál skipar stöðugt stærri sess í lífi okkar, hvort sem er í vinnu eða einkalífi. En hvað er átt við þegar talað er um umhverfismál, hvaða þættir eru það?
Næst: 06. okt.
Nánar

Hlíf-Trúnaðarmannanám 3. hluti

Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hægt er að nýta þau í kjarasamningagerð ásamt grunn atriðum samningatækni.
Næst: 07. okt.
Nánar

Afl-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvað ekki og samskipti á vinnustað, hvað veldur slæmum samskiptum og hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
Næst: 07. okt.
Nánar

Efling-Trúnaðarmannanám 2. hluti íslenska (1)

Nemendur kynnast uppbyggingu stéttarfélaga og hlutverki þeirra ásamt heildarsamtökum. Farið er í samskipti stéttarfélags og trúnaðarmanna og hvernig virkja má félagsmenn til þátttöku. Farið er í lög um vinnurétt sem er grunnur gildandi kjarasamninga. Einnig er farið í samskipti á vinnustað, grunnvöll góðra samskipta og vellíðan á vinnustað.
Næst: 13. okt.
Nánar

The rights and obligations of workers, society and the labour market - in English

The rights and obligations of workers in the Icelandic labour market will be discussed, as the structur of Icelandic society and the labour market.
Næst: 13. okt.
Nánar

Persónuvernd í lífeyrissjóðum

Fjallað verður um skyldur og áskoranir lífeyrissjóðanna í tengslum við nýlega löggjöf um persónuvernd,
Næst: 14. okt.
Nánar

Báran - Trúnaðarmannanám 1. hluti

Á námskeiðinu er meðal annars farið ítarlega í hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Einnig er hlutverk trúnaðarmannsins rætt og hvernig hann eigi að vinna með umkvörtunarefni.
Næst: 15. okt.
Nánar

Sameyki-Trúnaðarmannanám 2. hluti

Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því. Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna.
Næst: 19. okt.
Nánar

LSOS-Trúnaðarmannanám 5. hluti

Á námskeiðinu verður meðal farið í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraustið. Einnig verður kynning á Vinnueftirlitinu og mikilvægi vinnuverndar og starfsemi Virk-starfsendurhæfingarsjóðs.
Næst: 26. okt.
Nánar

Efling-Trúnaðarmannanám 3. hluti íslenska

Á námskeiðinu verður meðal annars kynning á Vinnueftirlitinu og VIRK - starfsendurhæfingarsjóði. Farið verður í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraust. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hægt er að nýta þau í kjarasamningagerð.
Næst: 27. okt.
Nánar

Framsýn-Trúnaðarmannanám 3. hluti

Farið er í grunntölur launa og útreikninga á launaliðum. Farið er í mikilvægi launaseðla og kunnáttu að yfirfara þá. Einnig er farið í almannatryggingakerfið og uppbyggingu og hlutverk lífeyrissjóða.
Næst: 29. okt.
Nánar

BSRB-Trúnaðarmannanám 2. hluti

Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því. Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna.
Næst: 02. nóv.
Nánar

Efling-Course for union representatives-section 3-english

Introduction on VIRK – Vocational Rehabilitation Fund — Services offered and assistance of counsellors. Introduction of the Occupational Safety and Health Administration; responsibilities of employers' and unions’ representatives on workplace safety. What effects lack of self-confidence has and various manifestations
Næst: 03. nóv.
Nánar

Forystufræðsla: Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga

Fjallað er um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna stéttarfélaga og leiðbeint um, hvernig best er staðið að stjórnarstarfi. Einnig er fjallað um ábyrgð stjórnarmanna hvað varðar fjárreiður og mikilvægi að viðhalda góðum vinnubrögðum.
Næst: 03. nóv.
Nánar

Eining-Iðja-Trúnaðarmannanám 1. hluti

Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvað ekki og samskipti á vinnustað, hvað veldur slæmum samskiptum og hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
Næst: 04. nóv.
Nánar

Forystufræðsla: Örugg tjáning – að koma fram af öryggi

Vinnustofa með fyrirlestrum, hópverkefnum og umræðum. Fjallað um hagnýt ráð og aðferðir til að geta staðið fyrir framan hóp fólks og talað af öryggi. Tilvalið fyrir þá sem þurfa starfa sinna vegna að halda ræður eða kynningar.
Næst: 11. nóv.
Nánar

Skiptir máli hvað við gerum? - Hugsum upp á nýtt

Mikilvægt er, að við sem einstaklingar hugum að breytingum á neysluhegðun okkar, allt hefur áhrif á umhverfið. Það skiptir því máli hvað við gerum en það þýðir að við þurfum að læra og hugsa margt upp á nýtt.
Næst: 12. nóv.
Nánar

BSRB-Trúnaðarmannanám 3. hluti

Farið er í grunntölur launa og útreikninga á launaliðum. Farið er í mikilvægi launaseðla og kunnáttu að yfirfara þá. Einnig er farið í almannatryggingakerfið og uppbyggingu og hlutverk lífeyrissjóða.
Næst: 16. nóv.
Nánar

Efling-Trúnaðarmannanám 4. hluti íslenska

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga og grunn atriði samningagerðar. Nemendur hvað ber að hafa í huga til að koma máli sínu á framfæri. Nemendur kynnast almannatryggingakerfinu og hlutverki og tilgangi lífeyrissjóðakerfisins.
Næst: 17. nóv.
Nánar

Áhættustýring og innra eftirlit

Farið verður yfir hverjar eru áhætturnar í starfi lífeyrissjóða og hvernig skuli meta þær.
Næst: 17. nóv.
Nánar

Eining-Iðja-Trúnaðarmannanám 2. hluti

Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla og launaútreikningum ásamt kynningu á almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfinu.
Næst: 18. nóv.
Nánar

Efling-Course for union representatives-section 4-english

Introduction to the main concepts of negotiation skills. The main emphasis on preparation of debate and discussions in workplace ans social meetings. Introduction of different insurance forms.
Næst: 24. nóv.
Nánar

BSRB-Trúnaðarmannanám 4. hluti

Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hagfræðin er að nýtt meðal annars við gerð kjarasamninga.
Næst: 30. nóv.
Nánar

Efling-Trúnaðarmannanám 1. hluti íslenska (1)

Farið er í hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og kjarasamningum og hvernig hann vinnur með umkvörtunarefni farið er í verkefni tengdu efninu. Einnig er farið í túlkun kjarasamninga, uppbyggingu ráðningasamninga og grunntölur launaseðla, verkefni tengdu efninu.
Næst: 01. des.
Nánar

Fellur niður: Félagsörvun

Félagsörvun er árangursrík aðferð til að skapa öfluga liðsheild á skömmum tíma. Sterk liðsheild býr yfir samheldni, eindrægni og hreinskiptni sem grundvallast á trausti.
Næst: Óákveðið
Nánar

Hver er ég og hvað kann ég?

Alveg sama hver ástæðan er, - atvinnumissir eða skipulag - þá er mikilvægt fyrir alla að halda utan um öll þau gögn og upplýsingar sem staðfesta og sýna færni og þekkingu einstaklinga. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið í mikilvægi þess að safna gögnum í færnimöppu en í seinni hlutanum hvernig setja skal upp ferilskrá og kynningarbréf.
Næst: Óákveðið
Nánar

Frestað: Lífeyrisréttindi - uppbygging og samspil

Fjallað er lífeyrisréttindi í þremur stoðum lífeyriskerfisins, almannatryggingum, skyldubundnum samtryggingarsjóðum og séreign og rætt um muninn á þessum kerfum og samspil þeirra á milli.
Næst: Óákveðið
Nánar

Námshvatning á vinnustað

Á námskeiðinu ganga þátttakendur í gegnum þjálfun sem gerir þeim kleift að hjálpa vinnufélögum sínum að uppgötva hæfileika sína, gildi og eiginleika, svo þeir geti orðið ánægðari í starfi og leik.
Næst: Óákveðið
Nánar

Jafnréttisfræðsla

Námið er ætlað trúnaðarmönnum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Námslínan samanstendur af 7 námskeiðum sem mynda eina heild. Um er að ræða heils dags námskeið og styttri námskeið sem einnig eru kennd með fjarfundarbúnaði. Námið er í senn hagnýtt og fræðilegt og við kennsluna eru notuð raundæmi og verkefni.
Næst: Óákveðið
Nánar

Umhverfisfræðsla

Námið er ætlað trúnaðarmönnum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Námslínan samanstendur af 5 námskeiðum sem mynda eina heild. Um er að ræða stutt þriggja tíma námskeið sem einnig verða kennd með fjarfundarbúnaði. Námið er í senn hagnýtt og fræðilegt og við kennsluna eru notuð raundæmi og verkefni.
Næst: Óákveðið
Nánar