Námskeið framundan

Verkvest - Trúnaðarmannanám 3. hluti

Farið er í grunntölur launa og útreikninga á launaliðum. Farið er í mikilvægi launaseðla og kunnáttu að yfirfara þá. Á námskeiðinu er lögð áhersla á íslenska löggjöf um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður.
Næst: 21. okt.
Nánar

Að setja mörk

Hlutverk trúnaðarmanns getur verið krefjandi. Trúnaðarmaður gegnir mörgum hlutverkum, ekki bara sem tengiliður og fulltrúi í sínu trúnaðarhlutverki heldur til dæmis sem starfsmaður, vinnufélagi og manneskja sem vill njóta frítíma. Þess vegna er mikilvægt að kunna að setja mörk.
Næst: 22. okt.
Nánar

Sameyki - Trúnaðarmannnám 1. hluti

Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum. Námskeiðið stendur í tvo daga og er 16 kennslustundir. Farið er í uppbyggingu vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar og starfsemi stéttarfélaga. Farið er í starf trúnaðarmannsins á vinnustað, hlutverk hans og stöðu.
Næst: 24. okt.
Nánar

Persónuvernd í lífeyrissjóðum

Athugið að námskeiðið er frá 15:00 - 18:00. Fjallað verður um skyldur og áskoranir lífeyrissjóðanna í tengslum við nýlega löggjöf um persónuvernd,
Næst: 24. okt.
Nánar

BSRB - Trúnaðarmannanám 3. hluti

Farið er í grunntölur launa og útreikninga á launaliðum. Farið er í mikilvægi launaseðla og kunnáttu að yfirfara þá. Einnig er farið í almannatryggingakerfið og uppbyggingu og hlutverk lífeyrissjóða.
Næst: 28. okt.
Nánar

Efling - Trúnaðarmannanám 2. hluti ísl

Nemendur kynnast uppbyggingu stéttarfélaga og hlutverki þeirra ásamt heildarsamtökum. Farið er í samskipti stéttarfélags og trúnaðarmanna og hvernig virkja má félagsmenn til þátttöku. Farið er í lög um vinnurétt sem er grunnur gildandi kjarasamninga. Einnig er farið í samskipti á vinnustað, grunnvöll góðra samskipt og vellíðan á vinnustað.
Næst: 29. okt.
Nánar

Efling - Trúnaðarmannanám 2. section english

Students get acquainted with the structure of trade unions and their role, as well as the overall organization. Trade union and shop steward relations are discussed, and how to join members for participation. The law on labor law is covered, which is the basis of existing collective agreements. Communication in the workplace, the foundation of good communication and well-being at work are also being addressed.
Næst: 05. nóv.
Nánar

Eining-Iðja - Trúnaðarmannanám 3. hluti

Námskeiðinu hefur verið frestað til 18. mars 2020. Skráning hefst 15. desember n.k..
Næst: 11. nóv.
Nánar

Sameyki Trúnaðarmannanám 2. hluti

Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti og hvernig bregðast eigi við því. Farið er í starfsemi félagsins, gildandi kjarasamninga og réttindi félagsmanna.
Næst: 12. nóv.
Nánar

Efling Trúnaðarmannanám 1. hluti

Farið er í hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og kjarasamningum og hvernig hann vinnur með umkvörtunarefni farið er í verkefni tengdu efninu. Einnig er farið í túlkun kjarasamninga, uppbyggingu ráðningasamninga og grunntölur launaseðla, verkefni tengdu efninu.
Næst: 12. nóv.
Nánar

Fjölbreytileiki, völd og samningsstaða á vinnumarkaði (fyrir félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ og BSRB)

Rýnt og rætt um hvernig hin formlegu og óformlegu völd hafa áhrif á stöðu fólks á vinnumarkaði og í samningaviðræðum.
Næst: 13. nóv.
Nánar

BSRB Trúnaðarmannanám 4. hluti

Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hægt er að nýta þau í kjarasamningagerð.
Næst: 18. nóv.
Nánar

Efling Trúnaðarmannanám 1. section english

The role of the sponsor is governed by law and collective agreements, and the way he works with the complaint is dealt with by the project. The interpretation of wage agreements, the development of employment contracts and the bases of pay slips, projects related to the material are also being considered.
Næst: 19. nóv.
Nánar

Áhættustýring og innra eftirlit

Farið verður yfir hverjar eru áhætturnar í starfi lífeyrissjóða og hvernig skuli meta þær.
Næst: 21. nóv.
Nánar

Að vera leiðtogi - Fyrirmynd meðal jafningja

Góður trúnaðarmaður er leiðtogi meðal jafningja. Leiðtogi í þeim skilningi að vera trúverðug fyrirmynd sem er treyst fyrir sínu umboði, fyrirmynd sem heldur trúnað varðandi þau erindi eða umkvartanir sem hann fylgist með og fylgir eftir, en ekki síst sem fyrirmynd sem hefur jákvæð áhrif á vinnustaðinn með viðhorfi sínu, viðmóti, framkomu og athöfnum.
Næst: 21. nóv.
Nánar

Námshvatning á vinnustað

Á námskeiðinu ganga þátttakendur í gegnum þjálfun sem gerir þeim kleift að hjálpa vinnufélögum sínum að uppgötva hæfileika sína, gildi og eiginleika, svo þeir geti orðið ánægðari í starfi og leik.
Næst: Óákveðið
Nánar

Jafnréttisfræðsla

Námið er ætlað trúnaðarmönnum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Námslínan samanstendur af 7 námskeiðum sem mynda eina heild. Um er að ræða heils dags námskeið og styttri námskeið sem einnig eru kennd með fjarfundarbúnaði. Námið er í senn hagnýtt og fræðilegt og við kennsluna eru notuð raundæmi og verkefni.
Næst: Óákveðið
Nánar

Umhverfisfræðsla

Námið er ætlað trúnaðarmönnum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Námslínan samanstendur af 5 námskeiðum sem mynda eina heild. Um er að ræða stutt þriggja tíma námskeið sem einnig verða kennd með fjarfundarbúnaði. Námið er í senn hagnýtt og fræðilegt og við kennsluna eru notuð raundæmi og verkefni.
Næst: Óákveðið
Nánar