Umhverfismál fjalla um áhrif athafna mannsins á umhverfi sitt; landið, loftið, vatnið og aðrar lífverur. Þau fjalla um nýtingu og verndum náttúruauðlinda og loftlagsbreytingar af mannavöldum en neikvæðar afleiðingar þeirra fyrir komandi kynslóðir eru uggvænlegar. Breytingar á umhverfi okkar hafa nú þegar víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf til framtíðar og á lífskjör almennings. Mikilvægt er að samþætta umhverfismál allri samfélagsumræðu og þekking og fræðsla er nauðsynleg í þeirri baráttu. Þekking er lykillinn að almennri þátttöku fólks í að takast á við breyttar aðstæður þar sem sjálfbærni og umhverfisvitund er höfð að leiðarljósi.

Umhverfisfræðsla

Umhverfisfræðsla

Námið er ætlað trúnaðarmönnum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Námslínan samanstendur af 5 námskeiðum sem mynda eina heild. Um er að ræða stutt þriggja tíma námskeið sem einnig verða kennd með fjarfundarbúnaði. Námið er í senn hagnýtt og fræðilegt og við kennsluna eru notuð raundæmi og verkefni.
Næst: Óákveðið
Nánar