NÁMSKEIÐIN FÆRÐ Á NETIÐ

by | 23. nóv, 2020 | Almennar fréttir

Til þess að bregðast við samkomubanni höfum við fært námskeiðin okkar á stafrænt form. Námskeiðin  verða í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom sem er mjög einfalt og aðgengilegt bæði í gegnum tölvur og snjalltæki.

Við færum alla námskeiðsflokka á stafrænt form, námskeið fyrir trúnaðarmenn, almenn námskeið, forystufræðlu ASÍ og lífeyrisnámskeið sé þess óskað. Við vonum að þetta gangi vel og svari þörf þessara hópa. Við stefnum svo á að bjóða námskeið áfram með þessu sniði eftir að samkomubanni léttir, enda fjölmargir kostir.

 

Nánari upplýsingar um hvaða námskeið verða í boði eru á skráningarsíðum.

Svona virkar Zoom: 

  • Þú færð sendan hlekk í tölvupósti. Þú þarft ekki að hlaða neinu niður, aðeins smella á hlekkinn. 
  • Þú getur tekið þátt í gegnum tölvu og snjalltæki, s.s. síma og spjaldtölvur. 
  • Gott en ekki nauðsynlegt að vera með myndavél/hljóðnema. Oft innbyggð í fartölvur og snjalltæki en eins er hægt að nota t.d. heyrantól fyrir síma en þau eru oft með innbygðum hljóðnema. 
  • Á skjánum hjá þér sérð þú kennsluefnið, kennarann og aðra þátttakendur, og getur tekið þátt í umræðum og spjalli hvort sem er með hljóði eða texta.