Þekking í þágu launafólks

NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN

Hvíldartímaákvæði vinnuréttar

Farið er í grunnþætti Vinnutímatilskipunar EES - hvíldartímaákvæðið sem hefur verið bundið í kjarasamninga frá 1996/1997 og síðar í kafla IX í lögum nr. 46 um Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980.

Sérstök áhersla er lögð á samspil vinnutíma og hvíldartíma þegar vinna er skipulögð. 

Einnig þegar hvíld er frestað og hvernig frítökuréttur ávinnst. 

Leiðbeindandi er Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ.

Skráningu lýkur 29. apríl kl. 12:00.

Næst: 30/04/2024

Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða – Vefnám

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá.

Farið er í starfsvið trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og kjarasamningum, réttindi hans og skyldur.

Námskeiðið er opið fyrir alla trúnaðarmenn stéttarfélaga, sérstaklega nýkjörna trúnaðarmenn sem eru að hefja störf.

Námskeiðið er rafrænt og hægt að taka hvenær sem er á tímabilinu 1.-30. maí.

Skráningu lýkur 30. apríl kl. 18:00. 

Næst: 01/05/2024

Handbók trúnaðarmannsins

HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA

EINELTI Á VINNUSTAÐ

VIÐGENGST EINELTI Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ?  ÞEKKIR ÞÚ EINKENNIN?

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Stytting vinnutímans

Stytting vinnutímans

Núna í september bjóðum við upp á nokkur námskeið um styttingu vinnutímans, enda útfærslur og...

read more

FÉLAGSMÁLASKÓLINN

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.