Nám og starf trúnaðarmanna 

Félagsmálaskólinn sinnir viðamiklu hlutverki í fræðslu trúnaðarmanna. Öll fræðslan byggir á námskrá þar sem tilteknir námsþættir eru ákvarðaðir útfrá þörfum hópsins. 

Öll stéttarfélög geta óskað eftir trúnaðarmannafræðslu fyrir sitt fólk. 

Námskrá trúnaðarmanna

Námskrá trúnaðarmanna, sem er vottuð af Menntamálastofnun, lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 11 námsþætti. Námið er ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga á vinnustöðum. Tilgangur námsins er að auðvelda trúnaðarmönnum að takast á við verkefni sem þeim eru falin, að þeir efli sjálfstraust sitt og lífsleikni auk þess að námið stuðli að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. 

Handbók trúnaðarmannsins

Í Handbók trúnaðarmannsins er fjallað um hlutverk, réttindi og skyldur trúnaðarmanna, en þeim ber að gæta þess að kjarasamningar séu haldnir af atvinnurekanda og ekki sé gengið á félagslegan- og borgaralegan rétt starfsmanna. 

 

Næstu námskeið:

 

BSRB-Trúnaðarmannanám 2. hluti

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ FELLUR NIÐUR VEGNA COVID19.
Næst: 02. nóv.
Nánar

Eining-Iðja-Trúnaðarmannanám 1. hluti

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ FER FRAM Í FJARFUNDI. Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og samskipti á vinnustað, hvað veldur slæmum samskiptum og hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
Næst: 04. nóv.
Nánar

BSRB-Trúnaðarmannanám 3. hluti

Farið er í grunntölur launa og útreikninga á launaliðum. Farið er í mikilvægi launaseðla og kunnáttu að yfirfara þá. Einnig er farið í almannatryggingakerfið og uppbyggingu og hlutverk lífeyrissjóða.
Næst: 16. nóv.
Nánar

Efling-Trúnaðarmannanám 4. hluti íslenska

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐINU HEFUR VERIÐ FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA COVID19.
Næst: 17. nóv.
Nánar

Eining-Iðja-Trúnaðarmannanám 2. hluti

Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla og launaútreikningum ásamt kynningu á almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfinu.
Næst: 18. nóv.
Nánar

BSRB-Trúnaðarmannanám 4. hluti

Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Einnig er farið yfir helstu hagfræðihugtök og hvernig hagfræðin er að nýtt meðal annars við gerð kjarasamninga.
Næst: 30. nóv.
Nánar

Efling-Trúnaðarmannanám 1. hluti íslenska (1)

Farið er í hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og kjarasamningum og hvernig hann vinnur með umkvörtunarefni farið er í verkefni tengdu efninu. Einnig er farið í túlkun kjarasamninga, uppbyggingu ráðningasamninga og grunntölur launaseðla, verkefni tengdu efninu.
Næst: 01. des.
Nánar